04.05.1982
Neðri deild: 79. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4606 í B-deild Alþingistíðinda. (4381)

314. mál, dýralæknar

Frsm. (Stefán Valgeirsson):

Herra forseti. Á þskj. 855 er nál. sem öll landbn. Nd. stendur að. Þetta frv. er aðeins ein grein úr frv. sem landbn. Nd. var búin að afgreiða samhljóða á jákvæðan hátt. Hins vegar hlaut það frv. ekki náð fyrir augum meiri hl. hv. þm. Ed.

Í sumum héruðum landsins er dýralæknaþjónusta í algeru lágmarki og álag á þeim dýralæknum, sem þar þjóna, lagt fram yfir það sem forsvaranlegt er. Það er fyrst og fremst ástæðan fyrir því að þetta frv. er flutt.

Landbn. leggur eindregið til að frv. verði samþykkt eins og það liggur fyrir.