05.05.1982
Neðri deild: 86. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4702 í B-deild Alþingistíðinda. (4537)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Sverrir Hermannsson):

Við forsetar reynum að hafa eitthvert vinnulag. Það síðasta, sem er af því að frétta, er að við fram á miðjan dag í dag miðuðum við kl. 2 á morgun. Nú hygg ég að óhætt sé fyrir okkur að hafa nýja viðmiðun. Einhverja viðmiðun verðum við að hafa í vinnubrögðum okkar, af því að mér hefur reyndar skilist að menn hafi reiknað með að þingi yrði lokið fyrir helgi. En það er ekki okkar að segja til um þetta. Okkar er að stjórna hér meðan hinn lýðræðislegi meiri hl. ákveður að svo skuli gert.