19.11.1981
Sameinað þing: 23. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 936 í B-deild Alþingistíðinda. (744)

95. mál, öryggisbúnaður fiski- og farskipahafna

Flm. (Jón Sveinsson):

Herra forseti. Ég vil aðeins hér í lokin þakka hv. alþm. fyrir þær undirtektir sem till. þessi hefur fengið. Ég þakka einnig hv. I. landsk. þm. fyrir ábendingar hans. Ég get vel tekið undir sjónarmið hans, sem fram komu, enda er hugmynd hans að mörgu leyti eðlileg breyting. Geri ég hugmynd mína um fjölda nefndarmanna ekki að neinu aðalatriði hér og skal að sjálfsögðu ræða það frekar við allshn. þegar málið kemst til nefndar. Fagna ég því, að till. hefur fengið hér umræðu, og ég vonast sannarlega til þess að hún hljóti viðeigandi afgreiðslu.