17.12.1982
Neðri deild: 21. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1246 í B-deild Alþingistíðinda. (1003)

136. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Friðrik Sophusson:

Herra forseti. Í raun þarf ekki annað en vísa til grg. okkar sjálfstæðismanna varðandi þá brtt. sem síðast var til umr. Hér er um að ræða það grundvallaratriði að sveifarstjórnir hafi rétt samkv. lögum til að leggja á þann stofn sem þær eiga að leggja á samkv. lögum. Mér er auðvitað ljóst að hæstv. félmrh. reynir með þessari till. hv. þm. Guðmundar J. Guðmundssonar að fela það aðgerðaleysi sem hefur verið annars vegar í lóðaúthlutunum hér í Reykjavík á undanförnum fjórum árum og hins vegar vegna of lélegra lánaskilyrða í gegnum Húsnæðismálastofnunina. Slíkt er aðeins kattarþvottur sem ber að vísa á bug. Ég segi nei.