18.12.1982
Sameinað þing: 35. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1330 í B-deild Alþingistíðinda. (1151)

1. mál, fjárlög 1983

Árni Gunnarsson:

Herra forseti. Nefnd, sem menntmrn. skipaði og fékk það verkefni að kanna nauðsyn á prentun sérkennslugagna fyrir börn sem hafa sérþarfir, komst að þeirri niðurstöðu að áætlun, sem þyrfti að hrinda í framkvæmd og ekkert hefur verið gert í hér fyrr, mundi kosta 3.8 millj. 500 þús. kr. segja ekki neitt. 1 millj. gæti komið verkinu af stað. Þeir menn sem hér fyrr í kvöld voru tilbúnir að afgreiða 50 millj. í gullskip hafa nú sagt nei við þessari till. Forseti. Ég segi já.