17.01.1983
Sameinað þing: 37. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1337 í B-deild Alþingistíðinda. (1171)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Jón Helgason):

Mér hefur borist eftirfarandi bréf:

„Reykjavík, 17. jan. 1983. Ritari þingflokks Sjálfstfl. hefur ritað mér á þessa leið:

„Samkv. beiðni Eggerts Haukdals, 6. þm. Suðurl., sem vegna anna getur nú ekki sótt þing, leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður hans, Siggeir Björnsson bóndi, taki á meðan sæti hans á Alþingi.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt.

Sverrir Hermannsson,

forseti Nd.

Siggeir Björnsson hefur áður átt sæti á Alþingi á þessu kjörtímabili og rannsókn kjörbréfs þá farið fram. Býð ég hann velkominn til starfa.