03.02.1983
Efri deild: 35. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1704 í B-deild Alþingistíðinda. (1439)

72. mál, rannsóknir í þágu atvinnuveganna

Frsm. (Stefán Guðmundsson):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nál. sjútvn. Ed. um frv. til l. um breyt. á lögum um rannsóknir í þágu atvinnuveganna. Nefndin gerir eina breytingu, sem er í meginatriðum á þann veg að fjölga í stjórn Hafrannsóknastofnunar frá því sem gerð er till. um í frv., úr þremur í fimm, og er það nokkurn veginn í anda þeirra umsagna sem við fengum um frv., en þar vildu flestir, sem við leituðum til, eiga aðild að stjórn þessarar stofnunar. 11. gr. orðast því þannig að till. okkar nm.:

„Í stjórn Hafrannsóknastofnunar skulu vera fimm menn, skipaðir af sjútvrh. til fjögurra ára í senn, þar af einn án tilnefningar, einn tilnefndur af Fiskifélagi Ístands, einn tilnefndur af Landssambandi ísl. útvegsmanna, einn tilnefndur af starfsmönnum Hafrannsóknastofnunar og einn tilnefndur sameiginlega af Sjómannasambandi Ístands og Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands.

Sömu aðilar tilnefna varamann.

Ráðh. skipar formann stjórnar.“

Undir nál. rita Stefán Guðmundsson, Guðmundur Bjarnason, Karl Steinar Guðnason, Geir Gunnarsson, Guðmundur Karlsson. Fjarstaddir afgreiðslu málsins voru þeir Gunnar Thoroddsen og Egill Jónsson.