07.02.1983
Neðri deild: 35. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1766 í B-deild Alþingistíðinda. (1509)

Umræður utan dagskrár

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Ég vil bara upplýsa að það er búið að ljósrita þessi gögn í 60 eintökum, eitt eintak fyrir hvern alþm. Hv. þm. hefði getað komist að raun um það með því að spyrja einfaldlega að því. En fyrst þessi mál eru hér til umr. þá vildi ég koma þeirri eindregnu ósk á framfæri við hv. þm., sem kosinn var í starfsnefndir í Nd. af félögum sínum þáverandi í Alþfl., að hann sjái a. m. k. til þess, eftir að hann hefur horfið úr þeim röðum, að við gamlir flokksbræður hans, sem kusum hann til þessara starfa, fáum aðgang að þeim gögnum sem lögð eru fram í þessum nefndum.