09.02.1983
Efri deild: 39. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1800 í B-deild Alþingistíðinda. (1557)

97. mál, þjóðsöngur Íslendinga

Þorv. Garðar Kristjánsson:

Herra forseti. Þegar ég hér rétt áðan talaði um að ég áskildi mér rétt við 3. umr. til að bera fram brtt. á þá lund sem hv. 4. þm. Norðurl. e. lýsti hér um 5. gr. frv., þá var það ætlun mín að ræða þetta við nm. En nú hef ég heyrt af ræðu hv. 4. þm. Norðurl. e. og hv. 5. þm. Vesturl., formaður n., hefur þegar tjáð mér, að ætlun þeirra sé að gera það sama og ég var með í huga, og fagna ég því.