16.02.1983
Efri deild: 45. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2059 í B-deild Alþingistíðinda. (1772)

154. mál, veiting ríkisborgararéttar

Frsm. (Eiður Guðnason):

Herra forseti. Til allshn. Ed. var vísað frv. til l. um veitingu ríkisborgararéttar, 154. máli, og samkv. 1. gr. þess frv., sem vísað var til nefndarinnar, var gert ráð fyrir að 17 einstaklingar öðluðust íslenskan ríkisborgararétt. Allshn. fjallaði um þetta mál með hefðbundnum hætti samkvæmt þeirri venju, sem hér hefur skapast í þinginu, þ. e. að allshn. beggja deilda tilnefndu sina tvo fulltrúana hvor, sem fóru yfir allar umsóknir, sem fyrir lágu, ásamt skrifstofustjóra þingsins, og raunar hafði nefndin einnig að hluta samráð við ráðuneytisstjóra dómsmrn. Svo sem venja er höfðu allmargar umsóknir borist til viðbótar þeim sem taldar eru upp í 1. gr. frv. Niðurstaða nefndarinnar varð sú að flytja brtt. við frv. Allt er þetta samkvæmt þeim venjum sem hér hafa tíðkast. Á þeirri brtt. sem er á þskj. 345 eru samtals 33 nöfn, þ. e. 16 ný nöfn hafa bæst við. Ég sé ekki ástæðu til þess, herra forseti, að lesa upp þessi nöfn, þar sem þm. hafa þskj. á borðum sínum. E:n allshn, mælir með því að brtt., sem fyrir liggur á þskj. 345, verði samþykkt eins og hún þar er.