28.02.1983
Neðri deild: 46. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2301 í B-deild Alþingistíðinda. (2066)

206. mál, stjórnarskipunarlög

Forseti (Sverrir Hermannsson):

Ég vil taka það fram að í 15. gr, þingskapa, 8. mgr., er heimild til þess að hvor deild um sig kjósi lausanefndir til að íhuga einstök mál. Þessi heimild verður nú notuð með vísun til tillögu sem flutt hefur verið um slíka málsmeðferð. Vísa ég því til þingflokka að tilnefna menn í sjö manna lausanefnd til þess að hafa með þetta mál að gera sérstaklega, en nefndin yrði væntanlega kosin í lok þessarar umr.