01.03.1983
Sameinað þing: 59. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2373 í B-deild Alþingistíðinda. (2119)

Um þingsköp

Kjartan Jóhannsson:

Herra forseti. Ég held að það sé augljóst að ekki þurfi að deila um lagalega hlið þessa máls. Hins vegar taldi þingflokkur Alþfl. augljóst að nefndur þm., Vilmundur Gylfason, 4. þm. Reykv., yrði að gera það upp við sjálfan sig hvort hann teldi setu sína í þingnefndum við þessar aðstæður viðeigandi eða ekki, og þess vegna hlyti og yrði frumkvæðið í þessu máli að koma frá þm. sjálfum.