09.03.1983
Neðri deild: 57. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2827 í B-deild Alþingistíðinda. (2770)

230. mál, almannatryggingar

Friðrik Sophusson:

Herra forseti. Með tilliti til þessa máls og óska hv. þm. Ólafs G. Einarssonar þætti mér vænt um að hægt væri að halda fund í n. í millitíðinni og fá upplýsingar hjá hæstv. ráðh. tryggingamála um hver kostnaðurinn er af þessu máli, einkum og sér í lagi með tilliti til yfirlýsingar hans varðandi svipað mál, sem hann gaf í ríkisstjórninni eigi alls fyrir löngu. Einnig hvaða lagaheimildir hæstv. ráðh. styðst við þegar um slíkar yfirlýsingar er að ræða, þannig að þm. gefist kostur á að kynna sér málið eins og það liggur fyrir í heild. Ég mæli eindregið með því, herra forseti, að málinu verði frestað til morguns.