09.03.1983
Neðri deild: 58. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2837 í B-deild Alþingistíðinda. (2792)

4. mál, lokunartími sölubúða

Vilmundur Gylfason:

Herra forseti. Þessi grein fjallar um það eitt að niður falli lög nr. 17/1936, sem heimila sveitarstjórnum að setja reglur um þennan opnunartíma, og ég vísa til þess hversu þessu hefur verið beitt hér í Reykjavík. Ég vil minna á að tveir sveitarstjórnarmenn, hvor á sínum staðnum, annar er raunar meðflm., hv. þm. Magnús H. Magnússon úr Vestmannaeyjum, og hinn er Jóhann Einvarðsson úr Keflavík, hafa báðir við umr. um þetta mál lýst því, að í þeirra byggðarlögum er þessu háttað með frjálsum hætti og virðast allir hafa haft gagn af, bæði neytendur og þeir sem við verslanirnar starfa. Hins vegar er þvingunum beitt hér í Reykjavík. Ég segi já.