10.03.1983
Neðri deild: 60. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2898 í B-deild Alþingistíðinda. (2902)

244. mál, grunnskóli

Frsm. (Ingólfur Guðnason):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. um frv. til l. um breyt. á lögum nr. 63/1974 um grunnskóla frá menntmn. Nefndin flutti þetta frv. að beiðni menntmrh. og hefur athugað frv. á ný og leggur til að það verði samþykkt. Frv. er þess efnis að stefna skuli að því að ákvæði laganna um síðasta ár skólaskyldu komi til framkvæmda samtímis á öllu landinu tíu árum eftir gildistöku laganna.

Þessi lög, sem um getur, voru gefin út 1974 og þá felur þetta frv. í sér að níu ára skólaskylda frestist enn um eitt ár, þ.e. til haustsins 1984. Það liggur fyrir að grunnskólar landsins eru ekki ennþá undir það búnir að framkvæma lög um níu ára grunnskólaskyldu og þess vegna er þetta frv. flutt.

Herra forseti. Að umr. lokinni óskum við eftir að málinu verði vísað til 3. umr.