10.03.1983
Neðri deild: 61. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2899 í B-deild Alþingistíðinda. (2908)

221. mál, lánsfjárlög 1983

Frsm. minni hl. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Ég gat um það áðan að ég hef dregið til baka til 3. umr. tvær brtt.. nr. 2 og nr. 3 á þskj. 559. ef ég man rétt. Um þessar brtt. ætla ég ekki að fara mörgum orðum. Ég vil aðeins vitna til þess sem segir í nál. varðandi það mál. Við höfðum talið nauðsynlegt að líta betur á mál þau er varða Landsvirkjun og fjárfestingar Landsvirkjunar. Ég hef í engu breytt því áliti mínu, en hitt er svo annað mál. að það skiptir í því sambandi ekki meginmáli hvort lántökuheimildin er 800 millj. eða 860 millj. Aðalatriði málsins er það, að menn líti betur á þau mál sem að Landsvirkjun snúa. Vænti ég þess og treysti því að svo verði gert.

Varðandi 3. brtt. er það að segja. að ekki höfðu komið fram upplýsingar um í hvað átti að nota það fjármagn sem þar um ræðir. Hins vegar er gert ráð fyrir því í frv. að fjvn. fjalli um notkun þessara heimilda. Ég veit að nm. treysta því, ef þörf er fyrir frekara fjármagn í þessu sambandi. sem ég efast ekki um. en okkur var ekki kunnugt um í hvað ætti að nota það. að það muni fá meðhöndlun í fjvn. Þar eiga allir stjórnmálaflokkar sína fulltrúa, þannig að menn geta þá fylgst með frekari framvindu mála og fengið upplýsingar frá þeim mönnum í sambandi við málið. Ég vil aðeins ítreka að ég hef ákveðið í samráði við meðnm. mína að draga þessar tvær tillögur til baka.