14.03.1983
Sameinað þing: 65. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 3142 í B-deild Alþingistíðinda. (3162)

36. mál, laxveiðar Færeyinga í sjó

Frsm. (Geir Hallgrímsson):

Herra forseti. Utanrmn. hefur haft þáltill. Eyjólfs Konráðs Jónssonar og Alberts Guðmundssonar um laxveiðar Færeyinga í sjó til athugunar og rætt hana á mörgum fundum og orðið sammála að mæla með samþykkt till. svo breyttrar, sem getur á þskj. 532.

Það er ekki ástæða til að fjalla í löngu máli um till. þessa, en nýlega bárust fréttir um athafnasemi Færeyinga, sem ekki falla saman við hvorki okkar hagsmuni né að því er við teljum þau ákvæði sem hafréttarsáttmálinn hefur inni að halda, og því er enn frekari ástæða að álykta um þetta mál en jafnvel var þegar þáltill. var flutt.

Ég vænti þess að samstaða geti náðst hér á Alþingi um afgreiðstu till. með þeim hætti sem utanrmn. gerir till. um.