06.12.1983
Sameinað þing: 28. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1405 í B-deild Alþingistíðinda. (1244)

113. mál, Námsgagnastofnun

Menntmrh. (Ragnhildur Helgadóttir):

Herra forseti. Ég vildi einungis fagna þeirri yfirlýsingu hv. þm.fsp. um þetta efni verði borin fram með formlegum hætti, því að við þessa umr. gefst ekki tækifæri til að ræða um sérkennslumál, en hins vegar er um verulega mikilvægt mál að tefla, sem vissulega er þörf að ræða, og til þess gefst tækifæri við umfjöllun formlegrar fsp.