12.12.1983
Neðri deild: 24. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1652 í B-deild Alþingistíðinda. (1434)

59. mál, innlend lánsfjáröflun ríkissjóðs

Félmrh. (Alexander Stefánsson):

Herra forseti. E.t.v. hef ég ekki talað nógu skýrt. Það var ekkert vafamál um að 200 millj. yrðu aukaframlag. Hins vegar, eins og ég tók fram áðan, eru umsóknir um þessi lán um 4 700 samtals og það er verið að ganga frá því hvað upphæðin verður há. Ég get alveg eins reiknað með að hún verði einhvers staðar á bilinu 250–280 millj. kr. Hlýtur því að verða um að ræða að semja um hluta af þessari fjárhæð, því að ákveðið er að standa við að afgreiða viðbótarlán út á allar umsóknir sem gildar eru taldar af húsnæðismálastjórn.