14.12.1983
Efri deild: 30. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1829 í B-deild Alþingistíðinda. (1533)

133. mál, gjaldeyris- og viðskiptamál

Kolbrún Jónsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég tek hér til máls aðeins til að lýsa afstöðu minni sem fylgjandi þessu frv. Ég tel það alveg sjálfsagða kröfu hjá sparisjóðum að fá þessa heimild eins og bankar. Eins og kom fram áðan eru staðir úti á landi sem hafa eingöngu sparisjóð, og hví skyldi ekki vera þeim í sjálfsvald sett hvort þeir nýta sér slíka heimild? Ég tel okkur alþm. ekki eiga að eyða löngum ræðutíma í þetta málefni. Ég held að það bíði mikilvæg mál, eins og var rætt hér um áðan. Í Nd. eru sjávarútvegsmálin til umr. og við erum í raun að tefja tímann hér með því að lengja umr. um þetta mál. — En ég sem sagt lýsi mig fylgjandi frv.