16.12.1983
Neðri deild: 30. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1956 í B-deild Alþingistíðinda. (1675)

Um þingsköp

Friðrík Sophusson:

Herra forseti. Ég vil vekja athygli á að það töfluverk sem hv. þm. Ólafur Ragnar Grímsson vitnaði til hefur legið fyrir hv. fjh.- og viðskn. í nokkra daga og formaður Alþb. hefur haft það undir höndum um nokkurra daga skeið. Ég vil jafnframt geta þess, að þetta mál var afgreitt úr n. í gærkvöld og það er sólarhringur síðan. Þær brtt. sem lágu þá fyrir hafa legið fyrir á annan sólarhring, líklega í tvo. Þær voru lagðar fram á fundi fyrr í dag fyrir þá sem skoða sín þinggögn. Þær aths. sem komu fram hjá hv. þm. eru því ekki gildar. Hins vegar er rétt og eðlilegt að reynt sé að ná til þess aðila sem er að reikna út fyrir hv. þm. Kjartan Jóhannsson þau atriði sem hann hafði beðið um. Ég vil taka undir það með hæstv. forseta að ekki er ástæða til að taka þetta mál til umr. á þessum fundi fyrr en þau gögn hafa komið fram og tek þess vegna undir óskir hv. þm.