25.01.1984
Efri deild: 44. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2343 í B-deild Alþingistíðinda. (2062)

159. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Eyjólfur Konráð Jónsson:

Hæstv. forseti. Eins og hæstv. fjmrh. gat hér um ríður á miklu að þetta frv. geti komið til skoðunar í nefnd. Ég tek undir það með hv. síðasta ræðumanni, Ragnari Arnalds, að þetta mál þarf talsvert mikla skoðun. Það er engin ástæða til annars en að við vinnum vel í þessu máli í fjh.- og viðskn. og fáum til viðræðu við okkur embættismenn og þá sem að samningu þessara frv. hafa staðið. Það er alveg rétt að nýmæli eru mörg í þessum frumvörpum og þau þurfa mikla skoðun. Ég leyfi mér því sem formaður hv. fjh.og viðskn. að óska þess að þetta mál geti gengið til nefndar nú, þannig að hægt verði að fjalla um það formlega á fundi í n. í fyrramálið og síðan áframhaldandi. Það þarf raunar ekki að bíða með áframhaldandi umr. um þetta efni til 2. umr. um þetta mát, því að fylgifrv. kemur til umr. hér n.k. mánudag og það er um þetta sama efni og hægt að hafa almennar umr. um bæði frv. þótt annað þeirra gengi nú til nefndar og hægt væri að taka það formlega fyrir. Miðað við ummæti hv. þm. Ragnars Arnalds skilst mér að hann sé því samþykkur — enn frekar þegar hann veit að umr. heldur áfram n.k. mánudag. Ég leyfi mér að óska þessa, þannig að mátið geti fengið skoðun í nefnd og verði grandskoðað á næstu dögum og vikum eftir því sem þörf krefur.