20.02.1984
Efri deild: 53. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2970 í B-deild Alþingistíðinda. (2566)

178. mál, sala lagmetisiðju ríkisins á Siglufirði

Karl Steinar Guðnason:

Virðulegi forseti. Það er sjálfsagt langt síðan annar eins dóni hefur komið í ræðustól og hæstv. iðnrh. Hann lætur það ógert að svara þeim spurningum sem til hans er beint, en hefur uppi hvers konar glósur um þm. hér sem ekki tíðkast í þessari deild. Ég spurði hvort gætt hefði verið að því að verkafólkið, sem hefur unnið í þessu fyrirtæki, mundi njóta þeirra réttinda sem það hefði aflað sér hjá hinu fyrra fyrirtæki. Og ég spurði hvort reikningar fyrir árin 1982 og 1983 lægju fyrir og hefðu legið fyrir þegar sala fór fram eða samningar voru undirritaðir. Ég hef ekki fengið svör við því og ég óska eftir að þau svör komi.