29.02.1984
Efri deild: 56. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3269 í B-deild Alþingistíðinda. (2805)

63. mál, sjóntækjafræðingar

Frsm. (Davíð Aðalsteinsson):

Herra forseti. Að mínum dómi og ég hygg nm. í hv. heilbr.- og trn. á þetta heiti, sjóntækjafræðingur, alls ekki að valda neinum ruglingi. Við færðum rök fyrir því að í stað orðsins „gleraugnafræðingur“ kæmi „sjóntækjafræðingur“ vegna þess að sú iðja sem hér er um að ræða er nokkuð víðtækari en hið fyrra heiti gefur til kynna. Þess er að geta að starfsemi í þá veru er mjög fábreytt ef þá nokkur í landinu, sem hv. 3. þm. Vesturl. vék að og taldi að gæti villt mönnum sýn. En í 5. gr. frv. er nokkuð skýrt kveðið á um hver starfsemin undir handarjaðri sjóntækjafræðinga er og verður. Þar stendur, með leyfi forseta:

„Sjóntækjafræðingur annast alla almenna gleraugnaþjónustu, þ.e. sölu gleraugna og vinnslu þeirra. Sjóntækjafræðingi er einungis heimilt að fullvinna og selja sjónhjálpartæki (gleraugu og snertilinsur) að fyrir liggi tilvísun og/eða forskrift læknis.“

110. gr. frv. er þess getið að ráðh. setji nánari ákvæði í reglugerð um framkvæmd þessara laga.

Þetta tvennt og það sem ég fyrst sagði um þessa iðju held ég að skýri það enn og aftur að þarna á ekki að verða um neinn misskilning að ræða. Heitið „sjóntækjafræðingur“ er að mínum dómi fullkomlega grundvallað og skýrt í lögunum sjálfum.