29.02.1984
Neðri deild: 53. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3286 í B-deild Alþingistíðinda. (2825)

126. mál, skipun prestakalla

Frsm. (Halldór Blöndal):

Herra forseti. Skv. þingsköpum mun eðlilegt að n. fái til yfirlestrar frv. sem breytt hefur verið í Ed. Ed. hefur gert þá einu breytingu á þessu frv. að gildisákvæði laganna er breytt. Skv. frv. var til þess ætlast að lögin gengju í gildi 1. jan. s.l. Sá dagur er nú liðinn og hefur í staðinn verið sett inn grein þess efnis að lögin öðlist þegar gildi. Menntmn.-menn hafa rætt þessa breytingu sín á milli og sjá ekki ástæðu til þess að n. fjalli sérstaklega um frv. Mæla þeir með að það verði samþykkt.