29.02.1984
Neðri deild: 53. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3288 í B-deild Alþingistíðinda. (2830)

31. mál, kosningar til Alþingis

Forseti (Ingvar Gíslason):

Ég hygg að sú ábending sem hér hefur komið fram um það að nokkur seinagangur hafi verið á um þetta tiltekna mál, sem hv. 3. þm. Reykv. minntist á, sé réttmæt. Það hefur verið tiltekinn seinagangur í því, ég skal viðurkenna það. Það er hins vegar ekki forseta að kenna. Ætla ég ekki að útskýra það að öðru leyti en því að það hafa af ýmsum ástæðum komið fram beiðnir til forseta um að þessu máli verði frestað og ég hef tekið tillit til þess.

En af þessu tilefni vil ég lýsa yfir því nú að það var meining mín að taka það sérstaklega til meðferðar milti flm. og mín hvenær þetta mál gæti komið til umr. þannig að við gætum farið að vinna eðlilega að meðferð þess, eins og að sjálfsögðu ber að gera um þetta þingmál sem önnur.