06.03.1984
Sameinað þing: 61. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3411 í B-deild Alþingistíðinda. (2941)

434. mál, jarðhitarannsóknir á Snæfellsnesi og í Dalasýslu

Fyrirspyrjandi (Sturla Böðvarsson):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. iðnrh. fyrir skýr svör. Að vísu er ég ekki sammála hæstv. iðnrh. um það að ekki komi til greina að byggð verði brú yfir Kotgrafarfjörð. (Iðnrh.: Það er ekki á döfinni núna. Jú, jú, hún kemur í gagnið.) Ég þakka hæstv. iðnrh. fyrir það ef hann hefur breytt þeirri skoðun sinni. Ég tel einmitt að með brúargerð yfir Kolgrafarfjörð og e. t. v. á grundvelli niðurstöðu um jarðhita við Berserkseyri mætti styrkja atvinnulíf á svæðinu, m. a. með fiskirækt og hafbeit. Skv. upplýsingum sem ég hef munu vera mjög góðar aðstæður til hafbeitar frá Kolgrafarfirði og Hraunsfirði, en ef vel á að vera þarf að vera virkjanlegur jarðvarmi í nágrenninu ef fiskeldi hefst þar. Ég vil þó ekki fjölyrða um það. Ég endurtek þakkir til iðnrh. fyrir svör hans og vænti þess að Orkustofnun taki e. t. v. betur á hvað varðar rannsóknir á jarðhita þessa svæðis en verið hefur. Treysti ég hæstv. iðnrh. til þess að hafa þar hönd í bagga.