15.03.1984
Neðri deild: 58. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3775 í B-deild Alþingistíðinda. (3189)

144. mál, lánsfjárlög 1984

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Það frv. til lánsfjárlaga sem hér er til afgreiðslu er illa unnið og vanbúið í alla staði. Það er fráleitt að afgreiða slíkt plagg á Alþingi með þeim hætti sem meiri hl. hefur lagt til. Þess vegna er hér uppi till. um það að málinu verði í rauninni vísað til ríkisstj. aftur og þess krafist af henni að hún reyni að vinna sín verk betur. Það er lágmarkskrafa Alþingis á hendur ríkisstj. Þess vegna segi ég já við þessari till.