15.03.1984
Sameinað þing: 66. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3788 í B-deild Alþingistíðinda. (3210)

Um þingsköp

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Hv. 5. landsk. þm. gerir athugasemd við það að frestað er umr., að því er helst verður ætlað. (EG: Ég gerði enga athugasemd við það. Ég sagðist sætta mig fullkomlega við það.) En hv. 5. landsk. þm. sagði að hann hefði ætlað að bera fram brtt. á þessum fundi. Ég hugði að hv. 5. landsk. hefði því aðeins nefnt þetta að hann hefði haft eitthvað við frestunina að athuga.

Ég bendi hv. 5. landsk. þm. á að það eru eðlileg vinnubrögð að hann beri fram sína brtt. með formlegum hætti. Þá kemur hún til umr. á næsta fundi þegar málið verður tekið á dagskrá og þarf ekki að leita afbrigða til að taka hana til umr. Það á ekki að leita afbrigða nema nauðsyn beri til.