19.03.1984
Efri deild: 63. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3807 í B-deild Alþingistíðinda. (3239)

129. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Frsm. minni hl. (Ragnar Arnalds):

Virðulegi forseti. Það fór eins og mig grunaði að hæstv. ráðh. gat ekki nefnt einn einasta skóla sem þannig stóð á um að lokaður væri þegar hann tók við. Hitt er annað mál, að vissulega hefur það verið mörg undanfarin ár og líklega áratugi og er enn að ýmsar stofnanir ríkisins kvarta yfir því að þær hafa ekki nægilegt fé handa á milli og að útvega þurfi meira fé o. s. frv., og ég efast ekkert um að hæstv. ráðh. geti dregið upp úr pússi sínu einhverja yfirlýsingu af Norðurl. v. þar sem beðið er um meiri peninga. En það er allt annað mál. — Það kemur sem sagt á daginn að fullyrðing hæstv. ráðh. er algerlega úr lausu lofti gripin.