01.11.1983
Sameinað þing: 11. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 476 í B-deild Alþingistíðinda. (342)

20. mál, hjartaskurðlækningar á Landspítalanum

Fyrirspyrjandi (Karvel Pálmason):

Herra forseti. Ég skal ekki hafa langan formála að þessari fsp. En ég hygg að almenning í landinu fýsi að heyra á hvern hátt bygging Osta- og smjörsölunnar t.d. er fjármögnuð, hvaðan þeir peningar koma sem til þess eru nýttir að byggja slíkt. Þess vegna hef ég leyft mér að leggja fram fsp. til hæstv. landbrh., sem er svohljóðandi:

„1. Á hvern hátt eru byggingar Osta- og smjörsölunnar, sem nú eru að rísa, fjármagnaðar?

2. Hve miklu fjármagni hefur verið varið til þessara bygginga?

3. Hve miklu fjármagni hefur verið varið til bygginganna á árinu 1983?

4. Hve miklu fjármagni er fyrirhugað að verja í framkvæmdir á árinu 1984?“

Ég hygg að margan fýsi að heyra hvaðan þeir peningar koma sem nýttir eru til að reisa þær byggingar sem þarna er um að ræða eða eru svipaðs eðlis. því að ég efast um að almennt hafi fólk í landinu gert sér grein Fyrir því hvaðan þeir peningar eru teknir sem fjármagna slíkar byggingar.