06.04.1984
Neðri deild: 71. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4525 í B-deild Alþingistíðinda. (3858)

27. mál, niðurfelling stimpilgjalda af íbúðalánum

Frsm. (Páll Pétursson):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir áliti fjh.- og viðskn. um frv. til l. um heimild til niðurfellingar eða endurgreiðslu stimpilgjalda af íbúðalánum. Þetta er frv. sem flutt er til staðfestingar á brbl. sem gefin voru út 6. sept. 1983 og kváðu á um það að fjmrh. væri heimilt að fella niður eða endurgreiða stimpilgjald af skuldbreytingarlánum húsbyggjenda og íbúðakaupenda sem lánastofnanir kunna að veita í samræmi við samkomutag þeirra við ríkisstj. og stjórnarsáttmála hennar frá 27. maí 1983. Fjmrh. kveður nánar á um framkvæmd niðurfellingar eða endurgreiðslu þessarar.

N. hefur athugað þetta mál og skilar nál. á þskj. 553. Það hljóðar svo, með leyfi forseta:

N. hefur rætt málið á nokkrum fundum og m. a. aflað upplýsinga frá fjmrn. N. er sammála um að mæla með samþykkt frv. eins og það liggur fyrir. Guðrún Agnarsdóttir er samþykk þessu nál.

Alþingi, 4. apríl 1984.“

Og undir þetta skrifa allir nm., þ. e. Páll Pétursson, Guðmundur Einarsson, Svavar Gestsson með fyrirvara, Þorsteinn Pálsson, Jón Magnússon, Halldór Blöndal og Kjartan Jóhannsson.