06.04.1984
Neðri deild: 71. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4532 í B-deild Alþingistíðinda. (3868)

222. mál, Aflatryggingasjóður sjávarútvegsins

Karvel Pálmason:

Herra forseti. Ég sé ekki að það breytti neinu að því er varðar vinnubrögð og framgang málsins þótt 1. umr. lyki ekki fyrir kl. 4 í dag heldur lyki henni t. d. á mánudag. Og hver er það sem hefur legið á þessu máli í þinginu? Hvar stöðvaðist það og vegna hvers stöðvaðist það? Það var ekki afgreitt frá Ed. fyrr en, ef ég man rétt, líklega í fyrradag, hafi það ekki verið í gær. Og af hverju var það svona lengi þar? Mér finnast það engin rök hjá hæstv. sjútvrh. að tala um að menn geti tjáð sig við 2. og 3. umr. Það er ekki óhugsandi að einhverjir hv. þm. vildu koma á framfæri við 1. umr. sínum aths. og óskum til nefndar sem málið fer til. Ég ítreka að mér finnst það ekki bera vott um mikla virðingu fyrir þeim sem hér eiga hlut að máli að ætla sér að keyra í gegn á föstudegi 1. umr. um þetta mál þrátt fyrir ítrekaðar óskir þm. um að það verði ekki gert. Og ég ítreka enn óskir til hæstv. forseta um að umr. verði ekki lokið og þeim þm. sem eru fjarverandi gefist kostur á að taka til máls við 1. umr og koma á framfæri sínum skoðunum.