24.04.1984
Sameinað þing: 82. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4809 í B-deild Alþingistíðinda. (4228)

446. mál, lánsfjáröflun með ríkisvíxlum

Fyrirspyrjandi(Stefán Benediktsson):

Herra forseti. Það mál sem hér um ræðir er ekki stórt eða mikið að vöxtum. Ég vildi aðeins fá það upplýst hér og fært til bókar hvaða verkefni á vegum ríkissjóðs þessa dagana eru svo arðbær að þau réttlæti ávöxtun þá sem ríkið býður upp á, til dæmis við sölu ríkisvíxla, en þar virðast menn treysta sér til að borga allt að 10% hærri vexti en hæstir gerast á sparimarkaði eða lánamarkaði. Líka vildi ég fá svar við annarri spurningu. Ef viðkomandi verkefni, sem menn eiga von á að skili þetta góðum arði, ef þau skila ekki þessum arði, hver á þá og hvernig á að greiða vextina sem búið er að lofa?