30.04.1984
Neðri deild: 77. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4982 í B-deild Alþingistíðinda. (4406)

202. mál, einkaleyfi

Frsm. (Gunnar G. Schram):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nál. um frv. til laga um breytingu á lögum nr. 12 frá 20. júní 1923, um einkaleyfi, með síðari breytingum.

Allshn. hefur skilað nál. á þskj. 670. Nefndin hefur skoðað frv. og rætt það á fundi sínum og leggur til að það verði samþykkt óbreytt svo sem það hér liggur fyrir.

Undir nál. rita auk mín hv. þm. Guðrún Helgadóttir, Friðjón Þórðarson og Guðmundur Einarsson. Þrír nefndarmanna voru fjarstaddir.