04.05.1984
Efri deild: 90. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 5358 í B-deild Alþingistíðinda. (4627)

310. mál, menntaskólar

Eiður Guðnason:

Herra forseti. Það er nú kannske ekki sanngjarnt að bera svona spurningu fram þegar maður er þegar búinn að tala sig dauðan eins og það heitir á þingmáli. Hin raunverulega jafnréttisbarátta. Auðvitað mætti um hana setja á langa ræðu. Hún er alls staðar, í öllu lífinu, hvarvetna. Ég held að um það sé enginn ágreiningur. En ég endurtek það sem ég sagði að ég held að málflutningur eins og uppi er hafður oft nú um stundir um þessi efni sé ekki alltaf málefninu til mikils framdráttar. Oftast vinnast málin betur á ýmsum öðrum stöðum en opinberum málþingum og með hávaða í fjölmiðlum og ræðustólum.