07.05.1984
Neðri deild: 81. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 5436 í B-deild Alþingistíðinda. (4714)

258. mál, sala eyðijarðarinnar Írafells í Lýtingsstaðahreppi

Frsm. (Stefán Valgeirsson):

Herra forseti. Landbn. Nd. hefur fjallað um þetta mál og sent það til umsagnar til Landnáms ríkisins, sem mælir með því að þessi sala verði heimiluð. Þetta er jörð sem hefur lengi verið í eyði og það er farið fram á að heimila að selja Lýtingsstaðahreppi þessa eyðijörð.

Á þskj. 740 mælir landbn. með því að frv. verði samþ. óbreytt. Hv. þm. Jón Baldvin Hannibalsson var fjarstaddur afgreiðslu málsins.