09.05.1984
Neðri deild: 83. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 5593 í B-deild Alþingistíðinda. (4886)

315. mál, ljósmæðralög

Heilbr.- og trmrh. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Gildandi ljósmæðralög eru að grunni til frá 1933. Eins og fram kemur í athugasemdum við þetta frv. eru mörg ákvæði gildandi laga úrelt og hafa í reynd ekkert gildi vegna síðar útkominna laga. Það er þarflaust að rekja hér nánar. Ljósmæðrafélag Íslands fór þess á leit við ráðuneytið að það semdi og flytti nýtt frv. um réttindi og skyldur ljósmæðra. Varð ráðuneytið við ósk félagsins og því er þetta frv. samið og flutt og að verulegu leyti byggt á tillögum Ljósmæðrafélagsins, en þó ekki að öllu leyti vegna þess að það kemur inn á starfsvettvang annarrar heitbrigðisstéttar. Ljósmæðrafélag Íslands gerði tilteknar tvær athugasemdir við frv. til nefndar Ed. Varð nefndin í Ed. við annarri athugasemdinni, sem breytt var í meðferð Ed., en hin athugasemdin var ekki tekin til greina. Er rétt að nefndin, sem fær frv. til meðferðar, líti á það.

Herra forseti. Ég legg til að að lokinni þessari umr. verði frv. vísað til 2. umr. og hv. heilbr.- og trn.