16.05.1984
Neðri deild: 95. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6053 í B-deild Alþingistíðinda. (5454)

136. mál, hafnalög

Frsm. (Stefán Valgeirsson):

Herra forseti. Eins og ég gat um kölluðum við ráðuneytisstjórann í samgrn. tvisvar á okkar fund, en það var hann sem var formaður þeirrar nefndar sem samdi þetta frv., og við bárum m. a. þetta undir hann. Hann taldi að þó að þetta hefði verið tekið út úr væri ekki ástæða til að breyta þessu aftur þar sem væru ýmsir aðrir möguleikar í sambandi við innheimtu þessara gjalda. Þar sem þarna var um ráðuneytisstjórann að ræða, formann þeirrar nefndar sem fjallaði um þetta mál, taldi ég nægilegt að bera þetta undir hann og er ekki enn sannfærður um að hann hafi ekki haft rétt fyrir sér að þessu leyti, jafnvel þó að þessi breyting hafi verið gerð.