18.05.1984
Efri deild: 105. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6219 í B-deild Alþingistíðinda. (5640)

Um þingsköp

Egill Jónsson:

Virðulegi forseti. Það er aðallega vegna þess að ritari hér í hv. deild heyrði ekki orð mín áðan, sem ég viðhafði úr sæti, og hvatti mig til að taka það skýrar fram að ég kom hingað upp, en þau hafa að sjálfsögðu fallið í tilefni af orðum hæstv. iðnrh. þar sem hann hafði orð á því að hafa skipti við mig á deild á næsta þingi. Mér þykir vert að hér komi skýrt fram að það er ekki þar með sagt að hann geti í okkar samskiptum ætíð valið betri bitann.