21.05.1984
Neðri deild: 102. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6509 í B-deild Alþingistíðinda. (6021)

101. mál, frestun byggingaframkvæmda við Seðlabanka Íslands

Frsm. meiri hl. (Páll Pétursson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 812 um frv. til l. um frestun byggingarframkvæmda við Seðlabanka Íslands og bann við fjölgun útibúa ríkisbankanna. Þetta er álit meiri hl. fjh.- og viðskn.

N. hefur athugað málið á fundum sínum og varð ekki sammála um afgreiðslu þess. Meiri hl. leggur til að málinu verði vísað til ríkisstj.

Undir þetta skrifa Páll Pétursson, Friðrik Sophusson, Halldór Blöndal og Þorsteinn Pálsson.