22.05.1984
Efri deild: 112. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6550 í B-deild Alþingistíðinda. (6108)

305. mál, umboðsþóknun vegna gjaldeyrisviðskipta

Frsm. minni hl. (Ragnar Arnalds):

Virðulegi forseti. Ótæpilegar gjafir ríkisstj. til bankanna eru auðvitað eitt mesta hneykslið sem við höfum staðið frammi fyrir alllengi í íslenskum stjórnmálum. Með þeirri breytingu sem gerð hefur verið á þessu frv. í Nd. er vissulega gefinn svolítill slaki. Það er dregið úr austrinum úr ríkissjóði til bankanna og er það góðra gjalda vert. Eftir sem áður heldur þessi gífurlega skattahækkun í þágu banka áfram að vera meiri háttar hneyksli og mun ég af þeirri ástæðu ekki treysta mér til að greiða þessu frv. atkv.