22.05.1984
Efri deild: 113. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6557 í B-deild Alþingistíðinda. (6138)

Starfslok efri deildar

Eiður Guðnason:

Virðulegi forseti. Fyrir hönd okkar þdm. vil ég þakka forseta góðar óskir í okkar garð. Enn fremur vil ég sérstaklega þakka forseta umburðarlyndi, greiðvikni og ánægjulegt samstarf og góða fundarstjórn í hvívetna. Skrifstofustjóra og starfsliði þingsins, sem mikið hefur mætt á í önnum undanfarinna daga, þökkum við einnig vel unnin störf.

Ég ítreka góðar óskir okkar og þakkir til forseta og færi henni og fjölskyldu hennar óskir okkar allra um gleðilegt og ánægjuríkt sumar.

Ég vil biðja hv. dm. að staðfesta þessar óskir með því að rísa úr sætum. — [Þingmenn risu úr sætum.]