21.11.1983
Efri deild: 17. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 952 í B-deild Alþingistíðinda. (809)

84. mál, dómvextir

Magnús H. Magnússon:

Hæstv. forseti. Aðalatriðið að mínu mati er það, að kröfuhafi tapi ekki verðmætum á meðan beðið er dóms. Mér sýnist að þetta frv. tryggi það með allgóðum hætti. Auðvitað er nauðsynlegt að taka af öll tvímæli og gera reglur skýrar og einfaldar. Ég styð því þetta frv. og þær vaxtatölur sem þar koma fram.