04.12.1984
Sameinað þing: 28. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 1556 í B-deild Alþingistíðinda. (1028)

125. mál, símamál

Heilbr.- og trmrh. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Aðeins örfá orð. Ég mun leggja áherslu á það við nefndina að búa eins vel og unnt er um hnútana í sambandi við þá reglugerð sem hún kemur til með að semja til þess að leyndar sé gætt í hvívetna. En varðandi það sem fyrirspyrjandi endurtók hér áðan um þessar stikkprufur og tilvitnun í póst- og símamálastjóra, þá er mér ekki kunnugt um að Póst- og símamálastofnunin hafi nokkru sinni gert slíkar stikkprufur. Hins vegar hef ég hugboð um það að varðandi úrskurð kjaradeilunefndar hafi komið upp ágreiningur um það hvað væri í öryggisskyni og hvað ekki. Og út frá því mun eitthvað hafa síast út hvað hefur verið notað sérstaklega í telexsamböndum. Og það sannar að stofnunin og stjórnvöld hafa ekki mátt til þess að stýra stofnunum og jafnvel neyðarþjónustu á slíkum tímum sem þá gengu yfir þjóðina.