14.12.1984
Efri deild: 30. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 1993 í B-deild Alþingistíðinda. (1426)

227. mál, dómsvald í héraði

Landbrh. (Jón Helgason):

Hæstv. forseti. Ég mæli hér fyrir frv. til l. um breyt. á lögum nr. 74 27. apríl 1972, um skipan dómsvalds í héraði, lögreglustjórn, tollstjórn o. fl.

Með frv. þessu er gerð till. um breyt. á lögum um skipan dómsvalds í héraði og fleira sem gerir mögulegt að í stað embættis löglærðs fulltrúa við embætti sýslumanns í Árnessýslu og bæjarfógeta á Selfossi og við borgarfógetaembættið í Reykjavík verði unnt að setja á stofn embætti héraðsdómara við embættið á Selfossi og eins borgarfógeta við borgarfógetaembættið.

Ég legg til að að lokinni þessari umr. verði þessu frv. vísað til 2. umr. og hv. allshn.