05.02.1985
Sameinað þing: 44. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 2651 í B-deild Alþingistíðinda. (2134)

270. mál, aukafjárveitingar

Fjmrh. (Albert Guðmundsson):

Virðulegur forseti. Ég þakka fyrir að fá að leiðrétta misskilning sem er að mínu mati settur fram með vilja. Ég gat þess að af þessum 421 millj. væru 380 eða tæplega 400 millj. á fjárlögum til óvissra útgjalda. Ég tel það ekki sem aukafjárveitingu þó að svarað sé þannig að óvissuútgjöldin séu notuð. Af þessum 421 millj. er gert ráð fyrir að um 380 millj., ef ég man töluna rétt, eða tæpar 400 millj., fari í óviss útgjöld, þannig að aukafjárveitingar, á þann hátt sem við höfum rætt hér um aukafjárveitingar, eru ekki nema eitthvað rúmar 20 millj., 20–30 millj.