11.03.1985
Sameinað þing: 56. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 3441 í B-deild Alþingistíðinda. (2774)

Varamaður tekur þingsæti - rannsókn kjörbréfs

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Borist hefur svohljóðandi bréf:

„Kristín Halldórsdóttir. 7. landsk. þm., hefur ritað mér á þessa leið:

„Vegna sérstakra anna get ég ekki sótt þingfundi á næstunni. Leyfi ég mér því með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að vegna anna 1. varamanns taki 2. varamaður landskjörinna þm. Samtaka um kvennalista, Sigríður Þorvaldsdóttir leikari, sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti, með ósk um að fram fari í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Birgir Ísl. Gunnarsson,

forseti Nd.

Hér fylgir annað bréf svohljóðandi: „Til skrifstofustjóra Alþingis.

Ég vil hér með tilkynna yður að vegna anna sé ég mér ekki fært að taka sæti Kristínar Halldórsdóttur á Alþingi í fjarveru hennar í marsmánuði n.k.

Málmfríður Sigurðardóttir, Jaðri,

Reykjadal, Suður-Þingeyjarsýslu.“

Með því að Sigríður Þorvaldsdóttir hefur ekki setið áður á Alþingi þarf að rannsaka kjörbréf hennar. Ég vil biðja hv. kjörbréfanefnd að taka til meðferðar kjörbréfið. Á meðan verður fundi frestað í 5 mínútur. — [Fundarhlé.]