11.03.1985
Neðri deild: 46. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 3444 í B-deild Alþingistíðinda. (2786)

5. mál, útvarpslög

Stefán Valgeirsson:

Herra forseti. Ég ætla ekki að ræða efnislega um þetta frv., enda hafa farið fram miklar umræður um það. En ég sé ekki betur en að ef þetta frv. yrði að lögum mundi það auka aðstöðumuninn sem er í þjóðfélaginu, þvert ofan í þau loforð sem stjórnmálaforingjar allra flokka gáfu í sambandi við breytingar á stjórnarskránni og kosningalögunum. Ég held að ástandið í þjóðfélaginu sé ekki heldur þannig að ástæða sé til að leyfa mörgum nýjum útvarpsstöðvum og jafnvel sjónvarpsstöðvum að taka til starfa. Ég mun greiða atkvæði á móti þessu frv.