13.03.1985
Neðri deild: 47. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 3539 í B-deild Alþingistíðinda. (2884)

347. mál, aðgerðir til að bæta hag sjómanna

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Hæstv. forsrh. greindi frá því hér áðan að tekjulækkun sveitarfélaganna árið 1986 skv. þessum ráðstöfunum yrði í kringum 60 millj. kr. Í orðum ráðh. kom ekki fram hvaða hugmyndir ríkisstj. er með til að bæta sveitarfélögunum þetta tekjutap.

Ég tek það fram að ég tel það eðlilegt að þessi gjöld verði felld niður af olíu eins og hér er gert ráð fyrir. En um leið hlýtur ríkisstj. að vera búin að átta sig á því hvernig eigi að tryggja það að sveitarfélögin verði ekki fyrir tekjutapi. Hæstv. forsrh. sagði að hugsanlega yrði þá landsútsvar lagt á önnur fyrirtæki sem ekki borga útsvör. Mín spurning til hæstv. ráðh. er þessi: Hvaða fyrirtæki eru það sem hæstv. ríkisstj. er með í huga í þessu efni?